top of page

UM OKKUR

Nafn fyrirtækisins, Mintos, dregur nafn sitt af Barböru Minto sem er ein af frumkvöðlum innan ráðgjafageirans. Hún var m.a. fyrsti kvennráðgjafinn með háskólagráðu sem ráðin var til McKinsey & Company sem er eitt þekktasta ráðgjafafyrirtæki heims. Barbara Minto er því mikil fyrirmynd en í þá daga var afar sjaldgæft að konur fengju vinnu við ráðgjöf.

Við hjá Mintos leggjum METNAÐ okkar í að veita TRAUSTA og góða þjónustu. Við erum heiðarlegar og OPNAR í samskiptum.
Við leggjum okkur fram við að þjónusta viðskiptavini okkar af NATNI og alúð og veitum þeim INNBLÁSTUR til enn betri verka. Það er STYRKUR okkar hjá Mintos.

9.png

TEYMIÐ OKKAR

11.png

BJÖRK BEN ÖLVERSDÓTTIR

Eigandi og ráðgjafi

Björk er tölvunarfræðingur með BSc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur lokið APME námi og  D-vottun IPMA í verkefnastjórnun. Björk á að baki 20 ára starfsreynslu í upplýsingatækni, lengst af í íslenska bankakerfinu á sviði fjármálamarkaða og eignastýringar. Síðustu ár starfaði Björk sem sérfræðingur og verkefnastjóri í eignastýringu hjá Isavia. Björk er einnig núvitundarkennari og hefur lagt áherslu á að flétta það inn í daglega rútínu og athafnir. Björk er með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á verkefnastjórnun, teymisvinnu, greiningum gagna, áhættugreiningum, breytingastjórnun og umbótavinnu sem snýr að ferlum, gæðamálum, stefnumótun og vinnustaðamenningu.

bjork@mintos.iss. 820-0902

10_edited.jpg

ÍRIS DÖGG KRISTMUNDSDÓTTIR

Eigandi og ráðgjafi

Íris er rafmagns- og tölvuverkfræðingur með MSc. gráðu í International Technology Management frá Aalborg University í Danmörku. Hún hefur einnig lokið diplóma námi í kennslufræðum frá Háskóla Íslands og ICF vottuðu markþjálfunarnámi. Íris á að baki 13 ára starfsreynslu í upplýsingatækni þar af lengst af sem stjórnandi innan fjármálageirans. Hún hefur starfað sem stjórnendaráðgjafi síðastliðinn þrjú ár en áður starfaði hún m.a. á rekstrarlausnasviði Advania sem tæknistjóri, hjá Kviku banka sem forstöðumaður upplýsingatæknisviðs og hjá Íslandsbanka sem deildarstjóri framlínuþjónustu og rekstrarstjóri tækniþjónustu. Íris er með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á stjórnun, verkefnastýringu, breytingastjórnun, áhættugreiningum sem og greiningum og umbótavinnu sem snýr að ferlum, stefnumótun og vinnustaðamenningu. 

iris@mintos.is / s: 822-3222

bottom of page