top of page

NÁMSKEIÐ

Positive work environment

AÐ EFLA JÁKVÆÐA VINNUSTAÐAMENNINGU

3 tímar

Á námskeiðinu er farið yfir hvað einkennir góða vinnustaðamenningu og hvernig slík menning getur stuðlað að betri árangri og frammistöðu starfsfólks og fyrirtækisins í heild. Jafnframt er farið yfir hagnýtar leiðir til þess að byggja upp og viðhalda jákvæðri vinnustaðamenningu. 

 

Með virkum umræðum, dæmisögum og verklegum æfingum munu þátttakendur kynnast markvissum aðferðum til þess m.a. að efla teymisvinnu, samskipti, virðingu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs á sínum vinnustað.

effective leadership

ÁRANGURSRÍK FORYSTA OG MARKMIÐADRIFIN STJÓRNUN

6 tímar (2 x 3 tímar)

Á þessu námskeiði er farið yfir lykilþætti árangursríkrar forystu og leiðtogafærni sem stuðla að árangri, samstöðu og vexti innan teyma og skipulagsheilda.

Þátttakendur kynnast grundvallaratriðum árangursstjórnunar, mikilvægi raunhæfrar markmiðasetningar og hvernig hægt er að fylgja eftir og aðlaga markmið til að tryggja stöðugar umbætur. Einnig verður fjallað um samskipti, áhrif og þá hæfni sem leiðtogar þurfa til að byggja upp traust, efla teymisvinnu og knýja fram jákvæðar breytingar í starfi.

Með virkum umræðum, dæmisögum og verklegum æfingum öðlast þátttakendur hagnýta innsýn í hvernig þeir geta þróað eigin leiðtogastíl, sett sér skýr markmið og skapað forystu sem skilar árangri til lengri tíma.

effective teamwork

AÐ NÁ ÁRANGRI Í TEYMISVINNU

3 tímar

Á námskeiðinu er farið yfir hvað einkennir framúrskarandi teymi sem og hvað þarf til þess að ná fram árangri í teymisvinnu. Einnig hvaða aðferðir og verkfæri leiðtogar ættu að tileinka sér til þess að ýta undir jákvæð samskipti og byggja upp skilvirk og árangursrík teymi.

 

Í lok þessa námskeiðs ættu þátttakendur að hafa öðlast þekkingu á hvað einkennir árangursrík teymi og hvaða aðferðir og verkfæri þarf til þess að byggja upp slík teymi.

more mindfulness

MEÐVITAÐUR LEIÐTOGI

3 tímar

Að vera í meðvitund þýðir að vera samkvæmur sjálfum sér, geta sýnt samkennd og virðingu og hlustað á innsæið sitt. Það er ekki síður mikilvægt í vinnunni eins og í einkalífi. Þú tekur betri ákvarðanir, lest betur í aðstæður og þú kemur betur fram þegar þú ert í meðvitund.

 

Á þessu námskeiði verður farið í ástæður fyrir mikilvægi meðvitundar og kenndar verða aðferðir til þess að auka meðvitund og núvitund sem þátttakendur geta nýtt sér allt sitt líf, sem leiðtogar, sem og hvar og hvenær sem er.

Leadership - Goal setting.png

GRUNNATRIÐI Í VERKEFNASTJÓRNUN

3 tímar

Á þessu námskeiði er farið yfir helstu aðferðir og verkfæri í verkefnastjórnun sem stuðla að markvissri framkvæmd og árangri, tilgang þeirra og uppsetningu. Þátttakendur læra hvernig skilgreina má verkefni, setja skýr markmið, setja upp tímalínu, gera hagsmunaðila- og áhættugreiningar, forgangsraða verkþáttum og fylgja verkefninu eftir á skilvirkan og gagnsæjan hátt.

Með dæmum, umræðum og verklegum æfingum öðlast þátttakendur hagnýta færni til að stjórna verkefnum af öryggi, halda utan um tíma, samskipti og ábyrgð og ná þannig betri árangri í daglegu starfi. 

Við hjá Mintos höfum starfað við verkefnastjórnun í fjölmörg ár í mismunandi verkefnum og höfum við þróað með okkur ákveðna aðferðafræði sem þátttakendur fá að kynnast á þessu námskeiði.

effective change management

LYKILATRIÐI BREYTINGASTJÓRNUNAR

3 tímar

Góð breytingastjórnun er lykilatriði til að tryggja farsæla innleiðingu breytinga, skapa sátt og hlutdeild meðal starfsfólks og á sama tíma bæta skilvirkni og árangur starfseminnar.

Á þessu námskeiði kynnast þátttakendur viðurkenndri aðferðafræði breytingastjórnunar og læra hvernig innleiða megi breytingar á skipulagðan og árangursríkan hátt. Farið er yfir helstu lykilþætti breytingaferlisins, mikilvægi virkrar þátttöku og hvernig bregðast megi við mótstöðu eða hindrunum.

 

Með sýnidæmum, umræðum og hagnýtum verkfærum öðlast þátttakendur betri skilning á mikilvægi breytingastjórnunar, yfirsýn yfir skrefin sem þarf að taka í breytingaferlinu sem og hæfni til að leiða umbætur þannig að þær skili raunverulegum árangri.

bottom of page