ÞJÓNUSTA

VERKEFNASTJÓRNUN
Við hjá Mintos ráðgjöf höfum víðtæka reynslu af verkefnastjórnun og stýringu þverfaglegra verkefnateyma og höfum stýrt fjölda flókinna umbreytingaverkefna á sviði upplýsingatækni, umbóta og stefnumótunar. Við komum inn sem óháður aðili og leggjum ríka áherslu á skilvirkt stjórnskipulag verkefna, góðan undirbúning, skýra upplýsingagjöf sem og hrein samskipti og beitum viðeigandi aðferðafræði verkefnastjórnunar sem hentar hverju sinni.
Við getum komið inn á ýmsum stigum í líftíma verkefna, t.d. aðstoðað við greiningar og gerð viðskiptatækifæra, séð um ferli við val og kaup á lausn/um sem og stýrt innleiðingum.
Einnig getum við komið inn sem verkefnastjóri til leigu ef fyrirtæki eða stofnun vantar tímabundinn verkefnastjóra í ýmis smærri eða stærri verkefni.

STJÓRNENDARÁÐGJÖF
Við hjá Mintos ráðgjöf höfum víðtæka reynslu af stjórnun og aðstoðum fyrirtæki og stofnanir í að bæta frammistöðu og ná fram markmiðum sínum með skýrari ferlum, markvissari samskiptum og réttri skipan starfsfólks. Við komum inn sem óháður aðili og vinnum með stjórnendum að verkefnum er snúa t.d. að stefnumótun, skipulagsbreytingum, breytingastjórnun, bættri vinnustaðamenningu, uppbyggingu teyma, tæknilegum innleiðingum og áhættustýringu svo eitthvað sé nefnt.
Einnig bjóðum við hjá Mintos upp á stjórnendamarkþjálfun þar sem við styðjum við stjórnendur í sinni eigin stefnumótun, uppbyggingu og umbreytingu.

STJÓRNANDI TIL LEIGU
Þegar fyrirtæki standa frammi fyrir því að skyndilegar og óundirbúnar breytingar eiga sér stað, getur tekið tíma að ná utan um þær og ákveða næstu skref. Þá getur hentað að fá nokkuð hratt inn reyndan stjórnanda sem tekur að sér að halda skilvirkni og hlúa að starfsmönnum viðkomandi einingar.
Við hjá Mintos ráðgjöf höfum víðtæka reynslu af stjórnun og stýringu eininga og bjóðum upp á stjórnendur til leigu, t.d. á meðan leitað er að nýjum stjórnanda til lengri tíma, eða þegar klára þarf skipulagsbreytingar þar sem þörf er á tímabundnum stjórnanda. Tímabundinn stjórnandi getur líka verið góður kostur þegar máta á nýjar einingar innan fyrirtækis og til þess að koma sjálfbærum hópum af stað í skilvirkara ferli en áður.

FERLAGREINING
Ferlagreining er skilvirk og í senn gagnleg leið til þess að greina mörg lög ferla innan fyrirtækis og stofnana til þess að koma auga á vandamál og sóun, sjá hvar svigrúm er til umbóta og innleiða breytingar. Jafnframt hefur ferlagreining reynst vel fyrir þverfagleg teymi þar sem hún auðveldar samvinnu sem og endurspeglar skýrt verklag.
Við hjá Mintos ráðgjöf búum yfir víðtækri þekkingu og færni í greiningum og umbótum ferla og aðstoðum fyrirtæki og stofnanir í að finna tækifæri í sinni starfsemi til þess að einfalda og straumlínulaga ferla. Við hjálpum stjórnendum og starfsfólki að greina sína ferla, teikna þá upp og höldum ferla vinnustofur og tryggjum þannig að þekking á ferlunum sitji eftir hjá viðskiptavininum.

STEFNUMÓTUN
Stefnumótun er grundvöllur fyrir árangri fyrirtækja en án skýrrar stefnu eiga fyrirtæki erfitt með framþróun. Einnig er nauðsynlegt að vera með gott skipulag sem styður við stefnumótun því án þess verður stefna sjaldnast að veruleika. Því er mikilvægt að öll fyrirtæki setji sér skýra stefnu, séu með vel mótaða umgjörð sem styður við þá stefnu og að tilgangur sé skýr sem gefur starfsfólki ástæðu til að taka þátt í vegferðinni.
Við hjá Mintos ráðgjöf leggjum ríka áherslu á að stefnumótunarferlið sé lagað að þörfum og aðstæðum viðskiptavinar. Við aðstoðum stjórnendur m.a. við greiningu á fyrirtækinu, skilgreiningar á hlutverkum og ábyrgð, mótun nýrrar stefnu með öllum hagaðilum og leggjum línur að markvissri innleiðingu svo eftir liggi raunverulegt hjálpartæki við ákvarðanatöku.
Við getum einnig komið inn í minni stefnumótunarverkefni með deildum og/eða sviðum innan fyrirtækja.

VINNUSTAÐAMENNING
Vinnustaðamenning er hugtak sem lýsir menningu og viðhorfum sem eru til staðar á vinnustað, þar sem starfsmenn vinna saman og skipuleggja vinnu sína og samskipti.
Heilbrigð vinnustaðamenning einkennist af trausti, góðri samvinnu og opnum samskiptum milli starfsfólks og stjórnenda. Þegar hlutverk og verkferlar eru skýrir og starfsfólk fær stuðning, eykst bæði framleiðni og starfsánægja. Slík menning styrkir velferð starfsmanna og bætir árangur fyrirtækisins í heild.
Við hjá Mintos ráðgjöf aðstoðum stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum við úttekt á vinnustaðamenningu sinni til þess að koma auga á áskoranir og tækifæri til umbóta. Við komum inn sem óháðir ráðgjafar og framkvæmum stöðumat, listum upp og forgangsröðuðum úrbótum. Komum einnig að innleiðingu úrbóta og eftirfylgni sé þess óskað.

ÁHÆTTUGREINING
Óháð því hvaða verkefni staðið er frammi fyrir, geta áhættugreining og aðgerðir til að minnka þær áhættur sem fyrir hendi eru komið í veg fyrir ófyrirséð vandamál og kostnað.
Við hjá Mintos ráðgjöf búum yfir víðtækri þekkingu og færni í áhættugreiningum og gerð áhættumata og aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við að innleiða áhættuvitund og auka færni við greiningu á áhættum, gerð áhættumata, og eftirfylgni þeirra, út frá því hvað verið er að fást við hverju sinni.

VINNUSTOFUR
-
Vantar þig aðila til að ná utan um eitthvað vandamál á þínum vinnustað?
-
Ertu með hugmynd sem þig langar að útfæra en veist ekki hvar þú átt að byrja?
-
Ertu með ferli eða vinnulag sem erfitt er að útskýra eða ná utan um?
-
Veistu ekki hvar þú átt að byrja á einhverju verkefni sem hangir yfir þér?
-
Þarftu að forgangsraða verkefnum en veist ekki hvernig þú átt að gera það?
Við hjá Mintos ráðgjöf búum yfir víðtækri þekkingu og færni í að halda vinnustofur sem skila niðurstöðum. Sama hvað þú ert að fást við og nærð ekki utan um, við getum hjálpað þér.